Leiðarvísir í ástamálum
Book Excerpt
Margar stúlkur geta leikið sér að hjarta ungs ástfangins manns. Oft gera þær það i hugsunarleysi eða til þess að skemta sér við það, en venjulega ekki í illum tilgangi. En manninum fellur þetta þungt og þegar hann kemst að sannleikanum, getur táldrægnin leitt hann út á glapstigu, jafnvel til sjálfsmorðs eða annara glæpa.--Mundu það, unga stúlka, að hjartað er fínt líffæri.
En hvort sem þessi leikur með ástina er vísvitandi eða óafvitandi, mega stúlkur aldrei lenda í honum. Mundu það, að hatur getur komið í ástar stað.--Láttu eigi hégómagirni eða augnablikstilfinningar koma þér til þess að hafa þann mann að leiksoppi, sem elskar þig. Segðu hinum ástfangna manni sannleikann hreinskilnislega.
Og loks má bæta því við, að þessi leikur með ástina er eigi hollur fyrir mannorð þitt. Karlmaðurinn, sem þú hafðir að ginningarfífli, getur hefnt sín með því að tala illa um þig, og sá sem verður fyrir barðinu á almenningsrómnum,